Nordmaeri

SING 
Norðmæri er markað af Tröllatindum í vestri og Arnarhafi í austri. Nyrst standa Eirar, fjallabyggð hvar frumstæðir ættbálkar manna hafa gert sér bústað, en að sunnan mætir Norðmæri heiðarlöndum Hálogalands. 

Norðurströnd Norðmæris er afar vogskorin eru þar tveir langir firðir sem gang inn í landið, að austanverðu er það Dyrafjörður en sá vestari heitir Kaldbaksfjörður. Í öllum fjörðum er mikil fiskgengd.

Lengst í vestri eru Tröllatindar, háir bergstrangar og fell, sem eru mörg hver erfið yfirferðar. Fjöllin draga þó ekki nafn sitt af tröllabyggðum, heldur af því að margir telja sig sjá hvers kyns tröll í honum mörgu klettadröngum og -beltum sem þar er að finna.

Vestan megin í Kaldbaksfirði eru Jökulskógar, víðfeðmir lerkiskógar nyrst en svo tekur birki við því sem nær dregur Svartvík, sem er eina þorpið í firðinum.  Þar búa á annað þúsund menn og dvergar. Áin Svört rennur til sjávar í víkinni en hún á upptök sín í Tröllatindum.  Eitthvað af bóndbýlum stendur í kringum þorpið. Svartvík stendur innan öflugs skíðgarðs og er þorpinu stýrt af öldungaráði. 

Austan megin í firðinum eru Víkurskógar, dimmir lerkiskógar hvar oft má veiða öfluga villigelti. Nyrst í skóginum búa einnig orkar og tröll.

Í Eirarfjörðum eru margar verbúðir og hefur nokkrum sinnum verið reynt að koma þar upp fastri búsetu, án árangurs, en þar má finna bæði mikið af sel, rostungum og ár fullar fiski. Vetrar eru harðir og leggur sæ jafnan. Þar ráða ísbirnir, snjótröll og aðrar kuldasæknar vættir á borð við risa. 

Eirarskógar, dimmt, kalt og villt skóglendi, standa norðarmegin við Dyrafjörð. Fjörðurinn er þröngur og djúpur, háar og brattar hlíðar beggja megin. Innst í firðinum er Vetrarhöfn, forn kaupstaður sem stendur innan þykkra borgarmúra og vakir Húmborg, kastali hertogans af Normæri, yfir kaupstaðnum. Sunnanmegin í firðinum er bæði akrar og skóglendi og austast skagar Jarlaskagi út í Arnarhaf. Krúnutindar ná inn nesið. 

Skammt frá Vetrarhöfn breiðir Skuggviður úr sér, þéttur birkiskógur sem hýsir ótalmargar tegundir dýra og vætta. Náttúruandar og hamskiptingar eiga sér bústaði í þessu lítt kannaða skóglendi, sem nær að rótum Ljósufjalla. Fjallgarðurinn samanstendur af háum, hvössum tindum úr ljósu bergi, hvaðan sem nafn fjallanna er dregið. 

STJÓRNARFAR
Norðmæri er hertogadæmi og hefur verið svo lengi. Húmborg, forn kastali, stendur í Vetrarhöfn og dvelur hertoginn að jafnaði þar, þó að ættin eigi einnig bústað við Svartvík og við landamæri Norðmæris að Hálogalandi. 

Hertoginn er með öldungaráð sér til ráðleggingar. Um þessar mundir er Baldur Héðinsson hertogi af Norðmæri. Baldur er 12 vetra gamall og er stjórn ríkisins að mestu í höndum móður hans, Ljúfvinu Harans, en hún er ættuð úr Þrándalögum.

Í öldungaráðinu sitja 11 einstaklingar, bæði prestar og riddarar en einnig leiðtogar ólíkra gilda og leiðtogar almennings. Ljúfvina er þó að mestu einráð og kallar ráðið sjaldan saman.  

Í syðrihluta ríkisins halda riddarar hertogans uppi lög og reglu en nyðri hluti ríkisins er nokkuð villtur. Í Svartvík og Vetrarhöfn eru allir íbúar 18 ára og eldri skyldaðir til að gegn herþjónustu í tvö ár og er herlið ríkisins því alla jafna til reiðu búið. 

ÞORP 

 

ÍBÚAR

 

Nordmaeri

vidgelmir tmar78