Landafraedi

Víðgelmir er stór heimsálfa hvar ólík samfélög manna, álfa og dverga þrífast innan um aðrar ósiðmenntaðar þjóðir á borð við orka, drýsla og hamhleypinga. Er þar að finna bæði jökla fyrir norðan, hvar tröll og frumstæðir ættbálkar manna og dverga eiga sér heimili, víðar heiðar og þétta skóga hvar hamhleypingar, drýslar og aðrar álíka þjóðir helga sér óðöl, heitar eyðimerkur sem þar sem harðgerir flokkar álfa halda sig og víðáttumiklir frumskógar, þar sem eðlufólk hefur reist mikla pýramída. 

NORÐMÆRI
Norðmæri er markað af Tröllatindum í vestri og Arnarhafi í austri. Nyrst standa Eirar, en að sunnan mætir Norðmæri heiðarlöndum Hálogalands. 

Thrandalog
Þrándalög samanstanda af mörgum goðorðum, sem markast af Tröllatindum í austri, Breiðubergum í suðri, Völundum í vestri og Brandsflóa í norðri. 

Heidarmork
Eyðimerkurríkið Heiðarmörk markast af Stórfirði í vestri og Mánahafi í austri. Drekatindar liggja að suðurlandamærum ríkisins og víðáttur Þrándalaga í norðri. 

Gulathing
Gulaþing markast af Völundum í austri og Víðahafi í vestri. Konungsfjöll syðri marka mæri ríkisins í suðri en Jökulmar í norðri.

Uppsalir
Uppsalir er lítið ríki á skaga sem stendur út í Víðahaf. Konungsfjöll syðri rísa á miðjum skaganum en landamæri ríkisins markast af Gulaþingi í norðri.

Vidarmork
Viðarmörk er gríðarlega víðfeðmt ríki að mestu undirlagt miklum frumskógi, Stóraskógi. Í norðri mæta mæri ríkisins Heiðarmörk og Mánahafi en að sunnan nær ríkið að Brimarhafi. 

Sunnlenda
Sunnlenda er skaglendi hvar engin formleg ríkisstjórn er við lýði. Oftast er miðað við að mæri landsins mæti Dölunum fyrir botni Lundafjarðar. Að vestan liggur ríkið að Brimarhafi en að austan að Arnarhafi.

Dalir
Dalirnir eru stórt ríki undir öflugri kirkjustjórn. Mæri þess markast í suðri af Sunnlendu og í norðri af Hrafnabjörgum. Í vestri af Breiðubergum og austri af Hálogalandi og Arnarhafi. 

Halogaland
Hálogaland er konungsríki hvar mikil áhersla er lögð á riddaramennsku. Mæri þess markast í norðri af Norðmæri, í austri af Arnarhafi. Í suðri liggja landamæri þess að Dölunum en í vestri eru mærin við Hrafnabjörg.

Landafraedi

vidgelmir tmar78